">

Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Bluesky Facebook LinkedIn Mastodon MeWe

Twitter YouTube RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...



Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Þeir breyttu því úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar

Það sem vísindin segja...

Því hefur lengi verið haldið fram  að einhverjir óskilgreindir "þeir" hafi breytt nafninu úr "hnattrænni hlýnun" yfir í "loftslagsbreytingar". Í raun lýsa þessi tvö heiti tveimur mismunandi hlutum og hafa þessi heiti verið notuð jafnhliða í áratugi. Einu aðilarnir sem hafa gert það að markmiði sínu að skipta yfir í heitið loftslagsbreytingar - eru "efasemdamenn" um hnattræna hlýnun.

Röksemdir efasemdamanna...

Þeir breyttu því úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar

Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar

Bæði heitin eru mikið notuð í vísindalegum greinum, vegna þess að þau vísa í tvö mismunandi eðlisfræðileg fyrirbæri. Eins og við má búast, þá þýðir "hnattræn hlýnun" að langtíma leitni hitastigs sé að rísa hnattrænt sé, eins og sést á þessari mynd:

"Loftslagsbreytingar" eru einnig frekar lýsandi nafn og vísar í breytingar í loftslagi hnattrænt séð, sem afleiðining af auknu hitastigi Jarðar. Sem dæmi þá eru breytingar úrkomumunstri, breytingar í tíðni og lengd hitabylgja og þurrka og annarra öfgaveðuratburða. Hér fyrir neðan er dæmi um kort sem sýnir úrkomubreytingar samkvæmt IPCC skýrslunni frá 2007 og sýnir loftslagsbreytingar.

Þannig að þótt þessi tvö fyrirbæri séu skyld, þá eru þau ekki hið sama. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er að valda hnattrænni hlýnun, sem um leið veldur loftslagsbreytingum. Þess ber þó að geta að af því að þessi fyrirbæri eru skild, þá eru þau oft notuð jöfnum höndum - sérstaklega í daglegu tali og í fjölmiðlum.

Bæði hafa verið lengi í notkun

Rökin þar sem sagt er að "þeir hafi breytt heitinu" bendir til þess að "hnattræn hlýnun" (e. global warming) hafi áður verið normið og að "loftslagsbreytingar" (e. climate change) séu þá orðið normið nú. Það er aftur á móti ekki rétt. Sem dæmi þá hét grein eins af frumkvöðlunum (Gilbert Plass 1956): 'The Carbon Dioxide Theory of Climatic Change'. Þá má benda á að Barrett og Gast gáfu út grein í Science árið 1971 með titlinum 'Climate Change'.  Tímaritið 'Climatic Change' var  fyrst gefið út árið 1977 (og er enn verið að gefa út). Árið 1988 var IPCC stofnað en í nafni þess stendur CC að sjálfsögðu fyrir Climate Change. Fjölmörg önnur dæmi eru um samskonar notkun á þessu frá því upp úr miðri síðustu öld og því er notkun þess langt í frá að vera eitthvað ný.

Í raun er það svo að ef skoðað er netbókasafnið Google Books, þá kemur í ljós að bæði heitin hafa verið notuð svipað mikið í bókum í Bandaríkjunum og notkun þeirra vaxið á sambærilegan hátt undanfarin 40 ár.

 

Ef aftur á móti fræðiritasafnið Google Scholar er skoðað þá kemur í ljós að "climate change" var komið í almenna notkun nokkuð á undan "global warming" og hefur í raun verið meira notað af vísindasamfélaginu:

 

Af hverju að skipta um heiti?

Þeir hinir sömu og nota mýtuna "þeir breyttu heitinu" stinga venjulega upp á ástæðum þess af hverju þessi breyting átti að hafa átt sér stað. Annað hvort er það vegna þess að (i) að Jörðin hætti að hlýna og þar með varð hin "hnattræna hlýnun" ekki lengur nákvæmt, eða (ii) að loftslagsbreytingar hljómi ver heldur en hnattræn hlýnun.

Fyrra atriðið er augljóslega rangt, eins og sést á fyrstu myndinni hér fyrir ofan, þá er Jörðing enn að hlýna og að sanka að sér hita. Hin hnattræna hlýnun hefur ekki stoppað.

Seinna atriðið er einnig rangt, þar sem eini einstaklingurinn sem hefur í raun hvatt til þess að breyta heitinu úr hnattrænni hlýnun og yfir í loftslagsbreytingar var ráðgjafi repúblikanaflokksins, Frank Luntz eins og sést í umdeildu minnisblaði þar sem hann ráðlagði hægri mönnum um það hvernig best væri að ræða umhverfismál við almenning (lauslega þýtt):

Það er kominn tími til að fara að tala um "loftslagsbreytingar" í staðinn fyrir hnattræna hlýnun og "vernda" í staðinn fyrir að "friða".

“Loftslagsbreytingar” hræða minna heldur en  “hnattræn hlýnun”. Eða eins og einn aðili í viðhorfshóp orðaði  það,  loftslagsbreytingar “hljóma eins og þú sért að fara frá Pittsburgh og til Fort Lauderdale.” Á meðan hnattræn hlýnun hefur á sér einhvern hamfarakenndan blæ þá hljóma loftslagsbreytingar eins og eitthvað sem hægt er að stjórna og hefur minna tilfinningalengt vægi.

Samantekt

Niðurstaðan er því sú, að þótt að þessi heiti séu notuð jafnhliða af því að það er orsakasamhengi á milli þeirra, þá vísar "hnattræn hlýnun" á annað fyrirbæri en "loftslagsbreytingar". Loftslagsbreytingar hafa verið notaðar í vísindagreinum í marga áratugi og notkun beggja hefur vaxið samhliða síðastliðin 40 ár. Að auki, þar sem Jörðin heldur áfram að hlýna - þá er engin ástæða til að breyta um heiti. Líklega er eini einstaklingurinn sem hvatt  hefur til þess að menn breyttu þessu,  téður Frank Luntz, en hann var ráðgjafi repúblikanaflokksins og efasemdamaður um hnattræna hlýnun, sem notaði viðhorfshópa til að ákveða hvernig best væri að ræða hnattræna hlýnun til að hún hljómaði minna hræðileg fyrir almenning.

Það er í raun ekkert sem styður mýtuna: Þeir breyttu því úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar - nema þeir, vísi í efasemdamenn hnattrænnar hlýnunar.

 

Translation by Hoskibui, . View original English version.



The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us