|
Röksemdir efasemdamanna |
|
Það sem vísindin segja |
2 |
"Er hlýnun jarðar slæm?" |
Neikvæð áhrif hlýnunar Jarðar á landbúnað, heilsu og umhverfi yfirskyggja jákvæðu áhrif hlýnunarinnar. |
4 |
"Jafnvægissvörun loftslags er lág" |
Jafnvægissvörun loftslags hefur verið reiknað út frá beinum mælingum, með því að bera saman fyrri hitastigsbreytingar við náttúrulegt geislunarálag loftslags þess tíma. Mörg tímabil í jarðsögunni hafa verið rannsökuð á þennan hátt og það er almenn sátt um að jafnvægissvörun loftslags sé um 3°C |
6 |
"Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?" |
Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri. |
8 |
"Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin." |
Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Vatnsgufa er einnig ráðandi við svokallaða magnandi svörun í loftslaginu og magnar upp þá hlýnun sem að breyting í styrk CO2 í andrúmsloftinu veldur. Út af þessari magnandi svörun, þá er loftslag mjög viðkvæmt fyrir hlýnun af völdum CO2. |
10 |
"Af hverju kólnaði um miðja síðustu öld? " |
Það eru ýmiss konar geislunarálög sem hafa áhrif á loftslag (t.d. örður í heiðhvolfinu og breytingar í sólvirkni). Þegar geislunarálag frá þessum mismunandi þáttum eru teknir saman, þá sýna þeir gott samband við hnattrænan hita - alla síðustu öld, einnig um miðja öldina. Auk þess, þá hefur geislunarálag frá gróðurhúsalofttegundum og þá aðallega CO2 verið ráðandi þáttur í þróun hitastigs síðustu 35 ár. |
12 |
"Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)" |
Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun. |
14 |
"Eru loftslagsvísindin útkljáð?" |
Vísindin eru aldrei 100% útkljáð - vísindi snúast um að minnka óvissu. Mismunandi svið vísinda eru þekkt með mismunandi vissu. Sem dæmi, þá er þekkingin minni á því hvaða áhrif örður hafa á loftslagsbreytingar, heldur en hlýnunaráhrif CO2. Þeir þættir sem minna er vitað um breyta ekki þeirri staðreynd að loftslagsvísindin eru mjög vel ígrunduð. |
16 |
"Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?" |
Samanburður á gögnum er varða leitni hitastigs frá þeim stöðvum sem voru teknar út og frá þeim stöðvum sem haldið var inni í gagnaröðinni sýnir að stöðvarnar sem voru teknar út eru með örlítið lægri hitaleitnilínu. Fækkun veðurstöðva (þar sem færri stöðvar eru tiltækar) hefur raunverulega orðið til þess að leitni hitastigs er aðeins minni en ella, en munurinn er hverfandi síðan 1970. |