Climate Science Glossary

Term Lookup

Enter a term in the search box to find its definition.

Settings

Use the controls in the far right panel to increase or decrease the number of terms automatically displayed (or to completely turn that feature off).

Term Lookup

Settings


All IPCC definitions taken from Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Working Group I Contribution to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change, Annex I, Glossary, pp. 941-954. Cambridge University Press.

Home Arguments Software Resources Comments The Consensus Project Translations About Support

Bluesky Facebook LinkedIn Mastodon MeWe

Twitter YouTube RSS Posts RSS Comments Email Subscribe


Climate's changed before
It's the sun
It's not bad
There is no consensus
It's cooling
Models are unreliable
Temp record is unreliable
Animals and plants can adapt
It hasn't warmed since 1998
Antarctica is gaining ice
View All Arguments...



Username
Password
New? Register here
Forgot your password?

Latest Posts

Archives

Af hverju kólnaði um miðja síðustu öld?

Það sem vísindin segja...

Það eru ýmiss konar geislunarálög sem hafa áhrif á loftslag (t.d. örður í heiðhvolfinu og breytingar í sólvirkni). Þegar geislunarálag frá þessum mismunandi þáttum eru teknir saman, þá sýna þeir gott samband við hnattrænan hita - alla síðustu öld, einnig um miðja öldina. Auk þess, þá hefur geislunarálag frá gróðurhúsalofttegundum og þá aðallega CO2 verið ráðandi þáttur í þróun hitastigs síðustu 35 ár.

Röksemdir efasemdamanna...

Það varð hnattræn kólnun á jörðinni á árunum 1940-1970, en þá losuðu menn mikið magn af CO2. Þar áður var mikil hlýnun en svo virðist vera að þrátt fyrir aukningu í útblæstri CO2 þá hafi það ekki skilað sér í hlýnun, því hlýtur eitthvað annað að ráða hitastigi jarðar.

Mynd 1 ber saman CO2 við hnattrænan hita á síðustu öld. Frá 1940-1970 hélt CO2 áfram að aukast í andrúmsloftinu, á sama tíma og hitastigið leitaði í átt til kólnunar. Þetta er 30 ára tímabil, sem er lengra en búast má við frá innri breytileika frá t.d. ENSO og sveiflum í sólinni. Ef CO2 hefur áhrif til hlýnunar, af hverju hækkaði þá ekki hiti fyrir þetta tímabil?

Mynd 1: Styrkur CO2 - græna línan út frá ískjörnum í Law Dome á Austur Suðurskautinu (CDIAC). Styrkur CO2 - bláa línan er mældur styrkur út frá frá Mauna Loa á Hawaii (NOAA). Rauð lína er hnattrænt hitafrávik (GISS).

Það fyrsta sem hafa ber í huga þegar litið er á heildarmyndina, er að CO2 er ekki eini þátturinn sem hefur áhrif á loftslag. Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á heildar orkuflæði Jarðarinnar. Örður í heiðhvolfinu (þ.e. af völdum eldvirkni) endurkasta sólarljósi aftur út í geim og valda kælingu. Þegar sólvirkni eykst, þá eykst heildar orkuflæðið. Mynd 2 sýnir hvaða helstu þættir (og geislunarálag þeirra) það eru sem hafa áhrif á loftslagið.

Mynd 2: Geislunarálag mismunandi þátta sem hafa áhrif á loftslag, miðað við stöðu þeirra um 1880. (mynd frá NASA GISS).

Þegar geislunarálag þessara þátta eru settir saman, þá sýnir heildargeislunarálagið gott samræmi við hnattrænt hitastig. Það er samt enn breytileiki í loftslagskerfum sem endurspeglast í hitastiginu vegna breytinga í t.d. ENSO. Helst er þó að hægt sé að sjá ósamræmi í áratuginum sitt hvoru megin við árið 1940. Það er talið að þarna sé villa sem stafi af mæliskekkju í sjávarhita í bandarískum skipum þess tíma.

Mynd 3: Heildar geislunarálag - blá lína (NASA GISS), á móti hnattrænu hitafráviki - rauð lína (GISS Temp).

Eins og sést þá er loftslag ekki háð eingöngu einum þætti - það e fjöldinn allur af þáttum sem hafa áhrif á geislunarbúskap Jaðrarinnar. Þar utan, þá hefur það verið þannig síðastliðin 35 ár, að CO2 hefur verið ráðandi þáttur í þróun hitastigs síðustu 35 árin.

Translation by Hoskibui, . View original English version.



The Consensus Project Website

THE ESCALATOR

(free to republish)


© Copyright 2024 John Cook
Home | Translations | About Us | Privacy | Contact Us